Zoom

Salvör Gissurardóttir tók saman 2020


Zoom er verkfæri til netfunda og hentar mjög vel fyrir fyrirlestra og sýnikennslu og líka til spjalls þar sem þátttakendur eru í mynd. Það er hægt deila skjánum (share) og/eða nota netmyndavél.
Það er hægt að taka upp Zoom upptökur (amk á keyptum aðgangi) og geyma í ský (save in the cloud) og hægt er að klippa framan af og aftan af upptökum.

Einfalt er að nota Zoom til að miðla glærum þar sem fyrirlesari talar undir. Upptöku af fundi/nettíma er svon hægt að deila.

Tenglar á leiðbeiningar um Zoom

Sýnikennsla í Zoom (Screen Share)

Hér eru nokkur dæmi um upptökur af Zoom netfundi þ.e. sýnikennsla í að nota forrit/stafræn verkfæri og sýnishorn af því þegar nemendur útskýra verkefni sín í Zoom tíma.

Skjámynd hjá kennara þegar netfundur í zoom hefst og enginn kominn á fundinn. Hnappar eru neðst á skjá og efst til vinstri er hægt að smella á I til að fá slóð á fundinn. Í þessu tilviki hefur kennari stillt þannig að ljósmynd sem birtist þar til smellt er á „start video“ hnappinn. Þá hefst útsending frá vefmyndavél.
Neðst til vinstri er hljóðupptaka. Gott að þeir sem ekki eru að tala séu með slökkt á hljóðnema (mute og yfirstrikuð mynd)
Græni hnappurinn „Share“ er til að deila skjánum. Undir More… eru fleiri hnappar t.d. „Record“ fyrir upptöku, „Chat“ fyrir spjall o.f

Skjáupptökur úr Zoom frá fjarmenntabúðum 26. mars 2020