Wilderness

Wilderness er indie leikur í þróun. Wilderness er gönguhermir þar sem spilari ferðast um tölvugerðan (e. procedurally generated) ævintýraheim, getur skoðað heiminn og tekið myndir. Leikpersóna getur hlaupið, synt og flogið, siglt á báti og umbreyst í hest, björn, villigölt, ref o.fl. Hægt er að stilla byrjunarheim (e. initial world seed) til að búa til margs konar mismunandi heima. Í leiknum eru engir óvinir sem þarf að sigra og engar þrautir sem þarf að leysa. Hægt er breyta fötum, hatti og hári á leikpersónu. Í heiminn má setja upp skýli sem geta verið tjöld, steinar eða lítið hús.

Tenglar

https://store.steampowered.com/app/2230220/Wilderless/ Fyrir PC

https://apps.apple.com/ca/app/wilderless/id1485263737 Fyrir ipad