Were the Water Tastes Like Wine

Tölvuleikurinn  Were the Water Tastes Like Wine er ævintýraleikur sem kom út 2018. Leikurinn byggir á sögum.  Verkið er að hluta til myndræn skáldsaga  og að hluta til veröld sem hægt er að kanna. Leiknum hefur verið lýst sem samblandi af myndasögu og spunaspili,  „part visual novel, part open-world RPG“.

Í  leiknum er aðalsöguhetjan/spilarinn  beinagrind sem  hefur    tapað í spilum og  ferðast um Bandaríkin  í rú mi og tíma og safnar sögum og skiptist á sögum við aðra förumenn sem hann hittir á leið sinni.   Sögurnar í leiknum  eru sagðar af 16 ólíkum persónum. Leikurinn byggir á bandarískri alþýðusagnahefð og vegasögum.  Spilari getur heimsótt staði á korti til að fá nýjar sögur, annað hvort með því að heyra þær frá öðrum eða verða vitni að atburðum eða  verða fyrir lífsreynslu. Þegar ákveðinni reynslu er náð þá þarf spilarinn að hvílast við varðeld þar sem einhver bíður eftir því sem þú hefur að segja.  Hinir förumennirnir í leiknum eru  týndar sálir sem bíða eftir að heyra  eitthvað sem   endurvekur þær. Þú getur sagt margar sögur og hlustandi þinn mun kalla eftir ákveðnu þema eða hugmynd í sögum.  Ef þú segir þeim þá tegund af sögu sem þeir vilja þá byrjar auga efst á skjánum að opnast. Ef vel gengur þá byrja förumennirnir sem hlustuðu á þig að segja frá lífi sínu og lífsreynslu og lofa að hitta þig aftur á öðrum stað. Ef þú hittir þá seinna í leiknum þá segja þeir meira.

“Where the Water Tastes Like Wine is a narrative game, uniquely structured as an anthology of short stories. Rather than relying on a single central narrative, each story contributes a piece to the game’s theme“

Upplýsingasíða um leikinn á Steam

Where the Water Taste Like Wine is the interactive end of the American

Dream

3 2017: Where the Water Tastes Like Wine quietly captivates