Valorant

Valorant er fyrstu persónu skotleikur  þar sem tvö fimm manna lið spila á móti hvort öðru

. Hver leikmaður velur sína persónu sem kallast agent og er hver gerð af agent með ákveðna hæfileika og vopnabúnað. Það eru 22 gerðir af agentum í leiknum. Hæfileikar hjá agent er ein af fjórum flokkum:

  • duelist bardagamaður, sá sem hefur árás
  • initator safnar gögnum, finnur staðsetningu óvina og kemst gegnum vörn þeirra
  • sentitel læsir svæðum og ver bandamenn sína
  • controller býr til reyk, veggi og aðrar hindranir

Í leiknum eru nokkur kort (e. map) með mismunandi umhverfi t.d. er kortið Icebox umhverfi á heimskautasvæði, kortið Pearl er neðansjávarborg, kortið Lotus er fornar inverskar rústir og kortið Haven er garður.

Árásarliðið þarf að koma fyrir og kveikja í sprengju sem kallast Spike til að vinna umferð leiksins. Varnarliðið þarf að hindra að árásarliðið komi fyrir Spike sprengju og ef það tekst ekki þá þarf að gera spengjuna óvirka áður en hún springur.

Valorant er afar vinsæll leikur og var árið 2023 einn af mest spiluðu leikjum heims.

Ekki kostar að spila Valorant.

Tenglar