Þessi vefur fjallar um ýmislegt tengt upplýsingatækni og tölvuleikjum í námi og kennslu. Salvör Gissurardóttir sér um þennan vef og skrifar þá pistla/námsefni sem er á vefnum. Vefurinn var upphaflega settur upp árið 2016 í tengslum við norrænt samstarfsverkefni um tölvuleiki. Það verkefni hefur nú fengið annað vefsvæði nordic-dgbl.com
Þessi vefur er því núna fyrst og fremst fyrir íslenska pistla um upplýsingatækni og tölvuleiki í námi og fyrir ítarefni á námskeiðum S.G. Á vormisseri 2020 var áherslan á sögugerð og gagnvirk ævintýri og hlaðvörp og máltæknitól og forritun og vefsmíði.