Thimbleweed Park

Thimbleweed Park er gamandags „miða og smella“ ævintýraleikur  sem kom út árið 2017.  Leikurinn minnir á eldri leiki eins og Maniac Mansion (1987) og The Secret of Monkey Island (1990) og útlit leiksins og virknin er  eins og í  tölvuleikjum frá þeim tíma.

Spilari gefur söguhetjunni textaskipanir eins og „pick up“, „talk to“ og söguhetjan framkvæmir þær.  Í leiknum eru 5 söguhetjur sem spilari getur stjórnað og hægt er að skipta milli þeirra í leiknum.

Söguþráðurinn er þessi: FBI lögreglumennirnir Ray og Reyes koma í borgina Thimbleweed Park til að rannsaka morð og hafa nokkra grunaða  eins og Chuck sem er nýlátinn eigandi PillowTronics þjarkafyrirtækis, Ransome trúður sem verður að vera alltaf í trúðsgervinu vegna álaga því hann gekk of langt í að móðga fólk, Delores forritari og frænka Chuck og faðir hennar hinn niðurkýldi Franklin.

Franklin reynir að setja Chuck inn í viðskiptahugmyndir sínar en er myrtur í hóteli bæjarins og verður að draug. Delores uppgötvar að Chuck hefur gert hana arflausa því hann var á móti því að hún væri að skrifa tölvuleiki. Ray og Reyes safna blóðsýnum, fingraförum  og ljósmyndum og taka Willy fastan en hann mótmælir og heldur fram sakleysi sínu. Þeir fara úr bænum en koma aftur í dulargervi.Ray á að stela tölvuleyndarmálum og Reyes vill hreinsa föður sinn af grun um að hafa kveikt í PillowTronics verksmiðjunni. Ry, Reyes, Delores og Ransome taka yfir verksmiðjuna.

Delores tekur öryggiskerfin úr sambandi og uppgötvar að Chuck hefur hlaðið persónuleika sínum inn í tölvu verksmiðjunnar. Chuck ljóstrar upp að allir í bænum eru fangaðir inn í tölvuleik og hópurinn verður að bjarga sér úr prísundinni með því að eyðileggja leikinn. Ransome biður íbúa Thimbleweed Parkk afsökunar og endurheimtir mannorð sitt. Franklin kveður dóttur sína og hverfur á braut út inn í heim hinna dánu. Reys birtir játningu Chucks í staðablaði, játningu sem hreinsar mannorð föður hans. Ray stelur skjali um hönnun á tölvuleik frá leikjahönnuðinum Ron Gilbert og er fluttur frá leiknum. Delores fer inn í Thimbleweed Park wireframe world en það er frumgerð af leiknum með einföldum myndum og lokar tölvunni.

Leikurinn er skrifaður í forritunarmálinu Squirrel.

Vefsíða leiksins er https://thimbleweedpark.com/

Leikurinn kostar um $20 (september 2017)

Thimbleweed Park Review (Independent 2017)