The Legend Of Zelda: Tears Of The Kingdom

Tears Of The Kingdom er sjálfstætt framhald af Breath of the Wild. Leikurinn kom út árið 2023 fyrir Nintendo Switch tölvur.

Link og Zelda kanna leynileg göng sem liggja undir Hyrule kastala. Þau finna rústir sem Zelda telur vera frá fornri menningu sem kallast Zonai og veggi með sögnum um stríð og að Zonai hafi komið af himnum. Djúpt undir Hyrule kastala í fangaklefa finna þau óvininn Ganondorf haldandi á efninu Gloom og hann er skorpinn og eins og múmía og með lausan handlegg . Þegar Zelda og Link opna fangaklefann dettur handleggur Ganondorfs af og úr honum hrynur gimsteinn sem er í laginu eins og tár. Um leið og Zelda tekur upp gimsteininn vaknar Ganon aftur til lífs og hefur árás með senda á þau bylgjur af Gloom. Gloom er efni sem sogar lífskraft úr þeim sem sem verða fyrir því. Link verst árásinni með sverði sínu en Ganondorf notar svartagaldur til að deyfa sverðið

Sagan útskýrð 1. hluti af @Zeltik
Sagan útskýrð 2. hluti af @Zeltik

Tenglar

The Legend of Zelda: Tears of the Kingdom (Zelda Wiki)

Leikjavarpið #46 (umræða um Tears of The Kingdom)