Salvör Gissurardóttir september 2017
Stranded er námsleikur þar sem þátttakendur verða að vinna saman til að halda lífi. Leikurinn er spilaður í vafra. Hægt er að spila leikinn í sameiningu með bekk eða hópi. Í leiknum hefur bekkurinn standað á óþekktri eyju og verður að læra að vinna saman til að halda lífi.
Leikurinn miðar við að þátttakendur séu með nettengdar tölvur. Hver leikur tekur um 25 mínútur og í við leikslok fær hópurinn endurgjöf á því hversu góð liðsheildin er.
Einn spilari (t.d. kennari) býr til leik og hinir fara inn í þann leik með því að gefa upp númer. Þegar allir eru komnir í leikinn þá getur sá sem býr til leikinn ýtt á „Start“ hnapp til að hefja leikinn. Ef sá sem býr til leikinn fer út úr honum þá endar leikurinn. Leikurinn er spilaður í 15 umferðir og hver leikur er um 25 mínútur. Hver umferð skiptist í tvo þætti, verkhluta (action phase) og kosningahluta (voting phase).
Það eru margs konar staðir í Stranded. Flestir þessir staðir eru ókannaðir í byrjun leiks en í framvindu leiksins kanna spilarar nýja staði og komast að því hvað er á hverjum stað. Það eru 8 mismunandi tegundir af stöðum.
Vefslóð http://www.saarella.fi/
Leiðbeiningar http://www.saarella.fi/manual.pdf