Skyrim

The Elder Scrolls V: Skyrim er stór, opinn RPG leikheimur með margs konar landslagi sem spilari geta farið um á eigin hraða og skapað og spilað leikpersónu (e. Character), skapað sína eigin söguhetju og lifað sig þannig inn í söguna og umhverfið (e. Immersive).

NPC

Í leikheimnum er margs konar og oft stórbrotið landslag. Sögupersónan hittir ýmsar persónur í leiknum (e. NPC None Playing Characters). Sagan þykir vel skrifuð, skemmtileg og spennandi.

Listi yfir NPC:
https://en.uesp.net/wiki/Skyrim:Essential_NPCs

Kynþættir

Spilari getur valið kynþátt fyrir sína söguhetju. Kynþættir í leiknum eru menn, álfar og skrímsli og skiptast þeir í

  • Argonian (eðlumenn frá Black March)
  • Breton (sambland af álfum og mönnum)
  • Dark elf (svartálfar frá Morrowind)
  • High elf (æðstu álfar)
  • Imperial (menn frá Cyrodiil, höfuðborg heimsveldisins)
  • Khajiit (kattmenni frá Elsweyr)
  • Nord (menn frá Skyrim)
  • Orc (orkar, grænir á lit frá fjöllum Wrothgar)
  • Redguard (menn frá Hammerfell)
  • Wood elf (skógarálfar frá Valenwood)

Hlutverk

  • Spilari getur valið að vera:
  • Warrior (stríðsmaður)
  • Mage (galdramaður)
  • Thief (þjófur)
  • Archer (bogmaður)
  • Assassin (flugumaður/ launmorðingi)
  • Spellsword (sambland af stríðsmanni og töframanni)
  • Healer (heilari)
  • Bard (hirðskáld/söngvari)
  • Crafter (handverksmaður)

Modding

Það einkennir Skyrim leikinn að spilarar geta búið  til mods þ.e. ýmis konar viðbætur og virkni í leikinn og það er virkt samfélag um slíkar viðbætur.

https://www.nexusmods.com/skyrim  Modding vefur

Sjá einnig MA ritgerð frá 2015  höfundur Alexandra Eyfjörð Ellertsdóttir
Modding, moddarinn og tölvuleikurinn
 Notandinn og þróun RPG-leikjarins Elder Scrolls IV: Skyrim
Slóð á ritgerð: http://hdl.handle.net/1946/22650

Söguþráður

Sagan hefst á því að söguhetjan  hefur verið tekin til fanga af Imperial hermönnum og flutt í Helgen og bíður þar eftir aftöku.

En áður er söguhetjan  er tekin af lífi  þá  ræðst dreki á borgina og söguhetjunni tekst að flýja úr haldi.

Fljótlega kemst söguhetja að því  að  hún er Dragonborn en það eru hetjur sem spáð hef verið að geti yfirtekið sálir dreka. Söguhetju er stefnt til Greybeards  en þar eru gráskeggjaðir munkar sem ráða yfir Thu’um  eða rödd valdsins. Gráskeggjuðu munkarnir kenna söguhetjunni að nota Thu’um til að sigra dreka.

Söguhetjan þarf svo að sigra drekann Alduin en því hefur verið spáð að hann muni eyða heiminum. Alduin er foringi drekanna og hann er að reyna að opna hlið inn í Sovngarde en þangað fer fólks af kynþættinum Nords eftir dauðann.
Alduin ætlar að eyða Sovngarde og heiminum

Söguhetjan getur fylgt sögunni eða farið á eigin hátt um heiminn og leyst hliðarverkefni (side quests)

Söguhetjan verður að ferðast um Skyrim og safna Elder Scrolls til að sigra drekann. Elder Scrolls er fornir munir sem innihalda spádóma um framtíðina.
Söguhetjan verður að nota upplýsingar frá Elder Scrolls til að læra hvernig á að sigra drekann Alduin.

Á ferð sinni um Skyrim þá dregst söguhetjan inn í borgarastyrjöld milli Imperial Legion sem vinna fyrir Tamriel ríkið og Stormcloaks sem berjast fyrir sjálfstæði Skyrim. Söguhetjan getur valið með hvoru liðinu hún heldur eða verið hlutlaus.
Söguhetjan þarf einnig að takast á við ýmsar áskoranir og ógnir á ferð sinni og mætir vampýrum, varúlfum og öðrum skrímslum og hefur líka tækifæri til að ganga í ýmis konar bandalög/gildi.

Myndbönd um Skyrim

Tenglar

https://en.uesp.net     Unofficial Elder Scrolls Pages wikivefur

https://www.ign.com/wikis/the-elder-scrolls-5-skyrim  leikjaveita

https://elderscrolls.fandom.com/   wikivefur

https://help.bethesda.net/#en/home  þróunaraðili leiksins

https://store.steampowered.com/app/489830   leikjaveita
https://store.steampowered.com/app/489830/The_Elder_Scrolls_V_Skyrim_Special_Edition/

Salvör Gissurardóttir tók saman október 2023