Sea Hero Quest

Sea Hero Quest er leikur fyrir snjalltæki . Hann var hannaður af breska fyrirtækinu Glitcher árið 2016 í samvinnu við Alzheimer rannsóknasamtök og  breska háskóla en hugmynd að leiknum kom frá rannsakendum.  Leikurinn er gerður til að rannsaka minnisglöp/vitglöp (e. dementia) með því að safna gögnum frá spilurum um hvernig fólk ferðast um þrívíð rými  en það er færni sem fólk með vitglöp missir snemma.

Í leiknum fer spilari í sjóferð til að endurheimta þær minningar sem faðir söguhetjunnar hefur týnt vegna minnisglapa. Það eru þrír hlutar  að ferðast um (e. navigation), að skjóta geislum til að átta sig á staðsetningu (e. test orientation) og að elta kynjaverur (e. chase creatures).