Rusty Lake

Sumir leikir eru bæði saga, ævintýraleikur og þrautir.  Þannig er um leikina Rusty Lake en þegar þetta er skrifað þá hafa komið út þrír leikir. Þessir leikir  eru skrifaðir  í anda þeirrar tísku sem núna ríkir og hefur verið nefnd flóttaleikir „escape room“ en það eru leikir þar sem hópur fólks er læstur inn í undarlegum  stað og aðstæðum og þarf að leysa alls kyns gátur og þrautir og safna vísbendingum og gögnum hér og þar og raða þeim saman  til að finna leiðina út .  Það er úr þessum farvegi sem þessi nýja leikjaröð kemur en frá sama hönnuði hafa  komið út styttar útgáfur þ.e.  flóttaleikirnir Cube Escape.

Þessir leikir vísa í biblíusögur en eru líka hrollvekja og þrautir og ráðgátur.

Nú er nýkominn út í leikjaröðinni leikurinn um Paradísareyju. Söguþráðurinn byggir á hinum tíu plágum sem lögðust yfir Egyptaland og sagt er frá í Biblíunni. Það eru tíu kaflar í leiknum. Þú kemur á eyju sem er undirlögð af plágunum tíu og ákall þitt er að verja eyjuna og leysa hana úr þessum álögum. Móðir þín hefur dáið og lykillinn að lausninni eru minningar hennar.  Þú verður að fara um og finna svarta kubba sem geyma minningar móður þinnar. Eftir því sem þú leysir fleiri þrautir þá ertu nær því að endurheimta Paradísareyju en þegar þú hefur lagað allt þá er samt allt í ólagi og það fer ekki vel.
Leikurinn er hrollvekja og  hryllingurinn byggir á myndum og hljóðum  en líka á þrautunum sem þú þarft að leysa,  viðfangsefni þeirra er oft hluti af hrollvekjunni. Þrautirnar eru einfaldar í fyrstu en verða erfiðari eftir því sem líður á leikinn.

Leikjaframvindan (gameplay) er  eins og í mörgum ævintýraleikjum fólgin í að því að fara um með bendli og smella.

Rusty Lake: Roots

Líf James Vanderboom breytist þegar hann gróðursetur afar sérstakt fræ í garðinum við hús sem hann erfði.  Það eru 33 þrep og margar þrautir í leiknum.

Rusty Lake Hotel

Gestir eru boðnir velkomnir í Rusty Lake hótelið. Það fylgja 5 kvöldmáltíðir með hóteldvölinni.  Margar þrautir eru í leiknum. Það eru 6 herbergi og í hverju þeirra eru margar þrautir.

Rusty Lake Paradise

Jakob elsti sonurinn í Eilander fjölskyldunni kemur aftur til Paradísareyjar eftir að móðir hans lést vofeiflega.  Eftir dauða hennar virðist eyjan í álögum og undir oki tíu plágna. Þú átt að finna minningar móður Jakobs og taka þátt í skrýtnum uppákomum til að losna við plágurnar.  Hinar tíu plágur Egyptalands voru að vatn breyttist í blóð  og   fiskar í ánni Níl  deyja 2) Áin Níl verður krökk af froskum sem  komu upp úr vatni og inn í híbýli manna 3) Allt ryk í Egyptalandi var að lúsum,  4)  Skriðkvikindi og flugnager fyllti loftin 5) Búfénaður veiktist og dó 6)  Fólk steyptist út í bólum og kýlum  7) haglél dundi, 8)engisprettur óðu yfir 9)niðamyrkur var í þrjá daga og  10)frumburðir létust.

Mikið er á myndböndum á Youtube þar sem farið er í gegnum framvindu leiksins og hér er slóð á nokkur:

Myndband 2. plágan

Vefslóðir

Salvör Gissurardóttir tók saman í febrúar 2018