Quizlet

Quizlet er skemmtilegt og þægilegt verkfæri til að búa til æfingar og leiki. Það er hægt að nota í vafra en einnig hlaða niður sérstöku appi og nota í spjaldtölvu eða síma. Hér er slóðir á vafra og app:

https://quizlet.com/   (quizlet vefsetur)

https://quizlet.com/mobile (quizlet mobile-app fyrir spjaldtölvur og síma

quizlet

Hér fyrir ofan er dæmi um pörunarleik í Quizlet.

Margir nemendur nota Quizlet til að þjálfa ýmis minnisatriði fyrir próf eða t.d. í tungumálanámi. Margir sem setja inn æfingar hafa opinn aðgang að þeim þannig að Quizlet.com er ekki eingöngu námstæki heldur líka er líka risastórt verkefnasafn. Prófaðu að leita að verkefnum á quizlet.com til að æfa þig.  Þú getur leitað að verkefnum á Quizlet með að slá inn orð í leitargluggann (search) t.d. orðið íslenska ef þú ert að leita að íslenskuverkefnum. Þú getur líka farið á svona slóð sem endar á leitarorðinu. Athugaðu að margar æfingar eru gerðar af framhaldsskólanemendum sem eru að æfa sig.

Hér eru dæmi:

Það eru svo nokkrir möguleikar  á viðfangsefnum við hvern spjaldabúnka  svo sem flettispjöld(flashcards), læra (learn), stafsetning (speller), próf (test), pörunarleikur (scatter) og detta (gravity) og svo ef þú hefur skráð þig inn þá er líka í boði að keppa með öðrum þ.e. live. Einnig ef þú smellir á …More þá getur þú hlaðið niður (export) texta og tenglum á myndir og líka fengið kóða (embed) svo þú getir látið þrautirnar birtast á vef t.d. á bloggsíðu.

quizlet valmynd

Allir geta notað Quizlet sem nemendur og ekki þarf að skrá sig sem notanda nema maður vilji halda utan um eigin árangur.

Kennari eða sá sem býr til æfingar gefur upp slóð á þær t.d.
https://quizlet.com/_25beqs  (föt)

https://quizlet.com/_25bf5i   (telja á spænsku frá 1 upp í 20)

Þú gætir líka gefið nemendum upp QR kóða beint á Quizlet æfinguna ef þú hefur búið til QR kóða úr slóðinni. Hér er dæmi:

QR kóði beint á Quizlet verkefni

En til þess að búa til æfingar þarf að skrá sig sem notanda. Grunnáskrift er ókeypis en ef þú vilt hafa meiri  möguleika  svo sem  að setja inn eigin hljóðupptökur og eigin myndir og hafa viðmót fyrir nemendur án auglýsinga  þá er hægt að kaupa kennaraaðgang sem kostar nú (2016) um $24 á ári.

Hér er stutt kynning á hvernig Quizlet lítur út fyrir þá sem hafa skráð sig sem notanda.

Quizlet virkar ágætlega á  snjalltækjum og nemendur geta flett gegnum quizlet æfingar og tekið próf  (Quizlet Practice Mode)  (virkar núna á iOS og er væntanlegt á Android  á næstunni) Það er hægt að hafa með hljóðskrár (sjálfkrafa hljóðgervlar) á 18 tungumálum. Það er einnig hægt að fletta í gegnum flettispjöld þó ekki sé netsamband.

Sá sem býr til æfingar í Quizlet verður að hafa skráð sig inn á Quizlet. Hægt er að skrifa inn æfingar beint en líka taka inn skjöl t.d. ritvinnsluskjöl eða exelskjöl. Einnig getur Quizlet tengst ýmsum öðrum öppum  (dæmi Vocabulist, app til að búa til skilgreiningalista).

Í Quzlet er mögulegt að búa til möppur og undirmöppur fyrir þær æfingar sem þú býrt til. Einnig getur þú búið til bekki (classrooms) og safnað sett þar í tengil í æfingar sem aðgengilegar eiga að vera fyrir einn nemendahóp. Það þurfa ekki eingöngu að vera quizlet æfingar sem þú býrð til eða afritar, þú getur tengt í allar opnar quizlet æfingar.

Hér eru nokkur sýnidæmi um quizlet, það þarf ekki að vera innskráður til að æfa og spila verkefni.

Hjálparsíður með Quizlet eru á þessari slóð:

https://quizlet.com/help

Endilega skoðið verkefnasafnið sem er opið inn á Quizlet með að slá inn orð í leitargluggann (search) sem birtist efst á skjánum. Flest verkefni eru á ensku en það  er líka mikið af verkefnum á íslensku. Prófa má að slá inn orð eins og stærðfræði, íslenska, eðlisfræði Njála  o.s.frv.  Athugið að flest verkefni inn á quizlet eru ekki gerð af kennurum heldur af krökkum sem eru að æfa sig.

Quizlet er vinsælt app þar sem kennarar og nemendur geta gert eigin æfingar eða notað æfingar frá öðrum. Það hentar vel á síma. Þar er hljóðgervill fyrir nokkur tungumál og sá sem býr til æfingar getur afritað aðrar opnar æfingar og sett líka inn eigin myndir og texta. Allar æfingar eru tímatengdar og sá sem tekur æfingu fær upplýsingar um frammistöðu. Hægt er að vera með keppni milli nemenda.

Hér er dæmi um skjákynning um hvernig skoðað er efni sem fyrir er í Quizlet

Hér er skjákynning sem sýnir hvernig hægt er að nota skýringarmynd með punktum (annotated diagram) í Quizlet, það er nýr möguleiki. Í þessu sýnidæmi er það orð sem varða skíðabúnað sem notandinn á að læra og leika með, orð eins og skíðastafur, skíðaskór osfr.

Salvör Gissurardóttir  tók saman 2016  (endurbætt 2019)