Pressbooks

Salvör Gissurardóttir 2020

Pressbooks er vefkerfi til að skrifa og setja upp bók sem höfundur/höfundar gefa út sjálfir sem rafbók. Tilbúin getur bókin verið aðgengileg á vefnum eða í vefveitum fyrir rafbækur. Það er hægt að skrifa ýmis konar bækur í Pressbooks, það getur t.d. verið skáldsögur, fræðaefni, námsbækur, æviminningar. Margar námsbækur sem eru gefnar út í opnum aðgangi, sem opið menntaefni (OER) eru skrifaðar í Pressbooks.

Pressbooks er að stofni til fjölnotenda WordPress kerfi og með sömu uppsetningu og ritvinnsluverkfærum og WordPress en með ýmsum viðbótum sem sérstaklega gagnast við bókaskrif og bókaútgáfu.

Pressbooks er opinn hugbúnaður og hafa háskólar og skólastofnanir sett upp sín eigin pressbooks kerfi en einnig er hægt að búa til aðgang að vefnum https://pressbooks.com/ og prófa að skrifa þar bók. Það er ókeypis fyrir óbirtar bækur en kostar ef nýttir eru aðrir möguleikar (sjá verð hérna)

Hér eru tenglar með leiðbeiningum í Pressbooks

Dæmi um námsbækur sem búnar eru til í Pressbooks