Immersive Reader

Salvör Gissurardóttir, febrúar 2020, uppfært 2023

Immersive Reader er námstól frá Microsoft fyrirtækinu. Það er aðgengilegt lestrarumhverfi sem hentar til að bæta lestrarfærni óháð aldri eða færni. Í Immersive Reader má setja texta fram á einfaldan hátt og nota tölvustýrða lesvél sem les textann upphátt og merkir orð og setningar um leið og þær eru lesnar. Það má breyta leturgerð, leturstærð og bakgrunnslit og hvernig rödd les. Það má líka skipta orðum í atkvæði, merka orðflokka og ýmsar fleiri stillingar. Immersive Reader er til með ýmsum verkfærum frá Microsoft svo sem OneNote og er innbyggður í Microsoft Edge vafrann. Áformað er að Immersive Reader verði inn í Canvas námsumhverfi Háskóla Íslands sem tekið verður upp haustið 2020 og verði þannig aðgengilegur öllum háskólanemum þar.


Immersive Reader ræstur inn í Microsoft Edge vafra

skjáupptaka (tæpar 3 mínútur) frá mér sem sýnir hvernig Immersive Reader er notaður með Microsoft Edge

Immersive Reader inn í Minecraft Education

skjáupptaka (2 mín) sem sýnir hvernig Immersive Reader er notaður með Minecraft Education.

Immersive reader er gott tól fyrir alla nemendur sem glíma við lesblindu eða eiga erfitt með lestur og lesskilning. Immersive reader er líka gott tól fyrir þá sem þurfa að lesa texta á öðru og framandi tungumáli því auðvelt er að þýða milli tungumála og sjá merkingu orða með smámyndum.

Í þessu myndbandi lýsir bandarískur sérkennari Ruby hvernig hún notar Immersive Reader í Minecraft með nemendum með lestrarörðugleika.

Immersive Reader er kominn inn í Minecraft Education: Edition frá Microsoft og er í þeirri útgáfu hægt að kalla fram merkingu orða með smámyndum og þýðingum á annað tungumál. Það er hægt að þýða á íslensku en lesvél sem les íslensku upphátt er því miður ekki ennþá komin inn í Immersive Reader.

Hér er myndband sem lýsir notkun á Immersive Reader
Myndband um Immersive Reader og lesblindu