HTML5

Salvör Gissurardóttir – síðast uppfært 2020

Khanacademy námskeið um vefsíðugerð

Salvör Gissurardóttir 2020

Vefsíður eru gerðar í HTML. Ýmsu sem lítur að útliti vefsíðu er komið fyrir í sérstökum stílskjölum CSS.
Í vefskólanum Khanacademy er opið námskeið um vefsíðugerð. Námskeiðinu er skipt í stutta kafla og er er um 4 mín skjáupptaka með hljóði í hverjum kafla.

https://www.khanacademy.org/computing/computer-programming/html-css

Á vefnum https://www.w3schools.com/ er hægt að fletta upp html skipunum og prófa hvernig þær virka.
Freecodecamp er með vefnámsefni um HTML5:
The best html and html5 tutorial

Vefsmiðjan í Hour of Code

Í átakinu Hour of Code eða Klukkustund kóðunar er reynt að fá sem flesta til að forrita og tileinka sér tölvunarhugsun. Þar eru m.a. verkefni sem tengjast HTML. Eitt þeirra verkefna er vefsmiðjan (web lab):

https://code.org/educate/weblab

Vefsmiðjan er tól þar sem hægt er að prófa html kóða, css stílskjöl og setja inn myndir til að nota í vefsíðu. Það þarf að stofna aðgang og skrá sig inn til að nota vefsmiðjuna og námefnið þar. Hægt er að gefa vefsíðu nafn (project name) og hún vistast sjálfkrafa. Hægt er að deila slóð á vefsíðu sem maður hefur búið til.
Það fylgja með 14 lexíur/viðfangsefni fyrir nemendur.

Innfelldar vefglærur gerðar í H5P

H5p er kerfi til að búa til gagnvirkt námsefni sem vistað er á html5 formi
Hér eru nánari leiðbeiningar með H5P

Námskeið í html fyrir börn

Basic HTML for Kids frá Plurarlsight. Mikið af mjög stuttum myndböndum.

The Complete Beginner’s Guide to Learn HTML and CSS in 2019 (ýmsar gagnlegar upplýsingar um vefi fyrir byrjendur

Kennslumyndbönd frá Littlewebhut

Hér eru 6 myndbönd frá littlewebhut.com
sem fara yfir byrjunaratriði í HTML5

Leikir skrifaðir í HTML5

Hér er slóð á síðu sem geymir ýmsar upplýsingar um leikjagerð og leikjaverkfæri til að gera html5 leiki (leiki sem keyra í vafra, ekki þarf að hlaða neinu niður=

HTML5 Gamedev Starter
http://openhtml5games.com/

Fyrir lengra komna

Sniðmát fyrir vefsíður og tól eins og Bootstrap

Það tekur langan tíma að þróa fallegt og fagmannlegt viðmót á vef. Því eru oft notuð tilbúin sniðmát (e. template) fyrir vefsíður og þá getur sá sem sér um vefinn einbeitt sér að innihaldinu . En það þarf að setja upp hýsingu fyrir vefinn og setja svo inn það innihald sem á að vera á vefsíðum og stilla það sem þarf að stilla.

Hér er dæmi um sölusíðu sem selur sniðmát fyrir HTML og hér er dæmi um eitt sniðmát sem hægt er nota til búa til alls konar vefi. Stórir nútímavefir nota oft tól eins og Bootstrap en slík tól létta mjög vefgerðina. Hér er námssíða frá W3Schools um Bootstrap 4 sem er nýjasta útgáfan.

Vinsælt er líka að nota CMS (content management system) eins og WordPress. Slík kerfi eru gjarnan sett upp með html vefsíðum og svo gagnagrunnstengingu þannig að gögnin sem birtast á vefsíðum geymast í gagnagrunni, ekki á html síðum.