H5P

Salvör Gissurardóttir 2019-2020

H5P er opinn og ókeypis hugbúnaður. Hann hentar til að búa til ýmis konar gagnvirkt efni á HTML5 formi svo sem spurningar við myndbönd, vefglærur, pörunarverkefni, tímaraðarverkefni, minnisleiki og margt fleira.
Vefsetur H5P er https://h5p.org/

Hér getur þú séð dæmi um hvers konar verkefni má gera í H5p

https://h5p.org/content-types-and-applications

Hægt er fella verkefni gerð í h5p inn í vefsíður t.d. wordpress eins og hérna en líka í síður í námskerfum eins og canvas og moodle og í googlesites. Hérna er dæmi um verkefni þar sem á að para saman kindur/geitur og orð.

Hér er annað sýnidæmi, hér eru nokkrar glærur með myndum og tenglum og krossaspurningum, eyðufyllingarverkefni og draga-sleppa verkefni. Þetta er kynning á vefsmíði.

Sýnidæmi gerð í H5P

Hér eru nokkur verkefni á íslensku sem ég hef búið til eða endurblandað sem sýnidæmi
https://h5p.org/node/326670 para saman

https://h5p.org/node/706441 para saman (sex myndir og sex orð)
https://h5p.org/node/736282. glærur með myndum, tenglum, krossaspurningum, eyðufyllingu og draga-sleppa spurningum

https://h5p.org/node/456934 glærusýning (tóm, bakgrunnar)
https://h5p.org/node/205800 (tilbúin glærusýning)
https://h5p.org/node/205799 raða í tímaröð
Í þessum verkefnum er ég búin að þýða umhverfið á íslensku, það þarf bara að skipta um inntak ef þú vilt spara þér tíma við uppsetningu.

Neðst til hægri á þessum síðum stendur „reuse“ og þá getur þú hlaðið niður þessu vefsýningum (download as a h5p file) og svo hlaðið þessu aftur inn á þitt svæði t.d. á h5p.org

Þegar þú hleður niður h5p skrá færðu skrá með endinguna .h5p
Þessa skrá getur þú hlaðið inn í önnur kerfi t.d. námsumsjónarkerfi eins og Moodle

Þú hleður h5p file inn á vef með að velja fyrst „create new content“ og síðan smella á hnappinn „upload“

Athugaðu að ef þú vilt prófa að hafa verkefni sem gert er í h5p innfellt á öðrum vefjum (það virkar t.d. vel á google sites og weebly) þá þarf h5p verkið að vera sett upp á opnum vef þ.e. á h5p.org en ekki inn á lokuðum Moodlevef.

H5P viðbótin er innbyggð í nýjustu útgáfu af Moodle námskerfinu og er einnig fáanleg með flestum útbreiddum námskerfum svo sem Canvas. Umsjónarmaður Moodle vefs getur þá auðveldlega stillt hvort notendur hafi aðgang að h5p. Hægt er að skrá og varðveita árangur þátttakenda í h5p verkefnum inn í Moodle einkunnakerfi.

Erlend dæmi um notkun á H5P

HTML Heroes – námsgögn fyrir 7-10 ára börn sem byggjast upp á myndböndum og lexíum sem eru gerðar í H5P. Mjög gott dæmi um notkun á H5P til að búa til námsgögn fyrir unga nemendur.
https://www.webwise.ie/html-heroes/
Vefglærur í H5P sem eru kennsla í víetnömsku, mjög gott dæmi um H5P glærur
https://elearnvietnamese.h5p.com/content/1290436679514644339
Heilt námskeið í spænsku inn í Moodle þar sem h5p er mikið notað
http://courses.oermn.org/course/view.php?id=274

Hér er yfirlit yfir verkefnategundir sem hægt er að búa til í H5P
https://h5p.org/content-types-and-applications

Myndbönd frá Salvöru og öðrum um H5P

Kennlumyndband sem sýnir hvernig H5P til að gera gagnvirkt myndband(myndbandi þar sem öðru hvoru er stoppað og áhorfandinn á að svara spurningu)

H5P efni innfellt á aðra vefi

Hér er dæmi um innfellt efni frá H5P inn í Weebly vef (athuga weebly síður virka ekki):
https://myndvinnsla.weebly.com/proacutefun-aacute-h5p.html
https://myndvinnsla.weebly.com/vefglaeligrur-iacute-h5p.html

Hér eru dæmi um innfellt efni frá á Google sites
https://sites.google.com/view/grindverk/h5p
Athugaðu að þú verður að þurrka út <scribt>..</scribt> úr innfelldum kóða til að setja á Google sites.

Ýmsir tenglar og ítarefni

Tvær kynningar um notkun á H5P frá #MootUS18 málþingi 2018
(Youtube myndbönd)

* H5P: Course Presentation

ENHANCE ONLINE VIDEO WITH H5P’S INTERACTIVE VIDEO TOOL

https://www.moodleworld.com/want-to-use-h5p-with-moodle-check-out-these-new-features-in-h5p-moodle-plugin/

https://moodle.com/moodle-tips/stash-block/