GDevelop

Salvör Gissurardóttir  tók saman 2018

GDevelop er leikjasmíðatól  til að smíða 2D leiki sem spila má í vafra (HTML5). GDevelop er ókeypis og opinn hugbúnaður. Hægt er að prófa GDevelop með því að  að búa til leiki í appi í vafra en einnig má hlaða niður útgáfu fyrir Windows, MacOs og Linux stýrikerfi.

Þegar GDevelop er ræst er val um að  búa til pallaleik (platformer), geimskotleik (space shooter), kortaleikur (isometric game) eða byrjað eigin leik frá grunni.  Mörg sýnidæmi og kennslumyndbönd eru til staðar og notendasamfélag er virkt og leikjatólið í þróun. Nýjasta útgáfa  GDevelop 5 kom út árið 2018.

Kostir GDevelop eru að auðvelt er að læra á það og vinna með það og það er ókeypis en samt öflugt með marga möguleika.

Leikur sem búinn er til í GDevelop hefur þessa hluta

myndir (Images) sem birtast í hlutum

hluti (Objects) . Allt sem birtist á skjánum eru hlutir t.d. söguhetjur, bakgrunnur og texti.

atburðir (Events) Í atburðum ræðst framvinda leiksins. Þegar ákveðnum skilyrðum er náð innan atburðar þá gerist eitthvað t.d. hreyfist hlutur, birtist eða breytir um stefnu.

hegðun (Behaviors)

GDevelop 5 — Ultimate Beginner Game Engine?   (20 mín myndband frá Gamefromscratch 24 sept 2018)

A Closer Look at GDevelop (review from June 6, 2017)

GDevelop Review (Slant)

GDevelop Alternative