GarageBand

Salvör Gissurardóttir 2020

GarageBand er forrit fyrir skapandi hljóðvinnslu og tónlist en það er líka auðvelt að nota GarageBand til að taka upp hlaðvörp.

Þegar tekið er upp í Macintosh skaltu byrja að breyta umhverfinu library (lengst til vinstri) sé ekki sýnt og taktmælir, tuner og niðurtalning sé ekki sýnd og stilla á tíma en ekki „beats & project“ eins og stilling er upprunalega. Það er þægilegra þegar tekinn er upp hlaðvarpsþáttur.

Ef þú vilt breyta hljóðrás t.d. láta tónlist eða tal byrja lágt en hækka svo þá skaltu velja hljóðrás með að smella á hana og smella síðan á A (automation) og þá kemur lína sem þú getur fært upp og niður og smellt á og fengið punkta þannig að þú getur fært hljóðið upp og niður. Hér fyrir neðan er dæmi um það. Taktu eftir bláa hnappnum sem birtist bæði efst en líka við hverja hljóðrás. Með að smella á hann efst (eða slá inn A) þá getur þú séð og breytt línu fyrir hvernig hljóðið hækkar og lækkar.

Hér fyrir neðan er skjáupptaka frá Sigurði Hauki sem sýnir hvernig hlaðvarp er tekið upp GarageBand í iPad og þar fyrir neðan kennslumyndband frá Buzzsproud „How to Edit a Podcast in GarageBand [2019]“ sem sýnir hvernig hlaðvarp er tekið upp í GarageBand í Macintosh tölvu.