Build a World

Build a Word er  hermir og  verkfæri til líkanagerðar.  sem sérstaklega er ætlað   til að nota  í skólastarfi til að  til að búa til líkön og  sem raunverulegastar sviðmyndir af  heiminum.  Í verkfærinu er   m.a.  hægt að fást  eðlisfræðileg viðfangsefni,  þyngdarlögmál, vatn,  vöxt í náttúrunni, hringrásir og árstíðir sem og hættur og  vandamál tengd umhverfi, náttúruhamförum og mengun.

Build a World er  danskt þróunarverkefni sem styrkt er af danska menntamálaráðuneytinu.
Sjá nánar fræðigreinina:
Ejsing-Duun, S., Hautopp, H., & Hanghøj, T. (2016). Build an Educational World: Design Principles for Educational 3D Simulations. In 10th European Conference on Games Based Learning: ECGBL 2016 (pp. 176-182). Academic Conferences International Limited. Academic Bookshop Proceedings Series

Það er m.a. hægt að vinna með hvernig breytingar á sjávarstöðu hafa á umhverfið, þyngdarlögmál, plánetur, úrkomu og raka og veðrakerfi, skógarelda, uppblástur og sandrok, jarðveg og ræktun, eldfjöll og jarðskjálfta, vatnsuppsprettur og ár.

Build a World skjámynd

Það er einnig hægt að búa til hermi yfir orkuflutninga og orkukerfi og orkunotkun og mismunandi orkugjafa.

Build a world skjáskot

Einnig er hægt að taka inn landfræðileg gögn (GIS) sem sýna hús, vegi, vötn, orkuver o.s. frv.  Það má svo flytja út  líkan til að prenta út í  þrívídd.

Build a world skjáskot 3

Það er hægt að byggja líkan af samgöngukerfum.Build a world skjáskot 4

Einnig er hægt að búa til líkan af lífi í hafi eða fiskibúri.
Það eru líka ýmsir mögueikar eins og að kaupa og selja, fá yfirlitskort, setja í hönnunarham (designer mode) til að búa til eigin verk og setja inn tengingar í myndbönd og hjóðskrár.

Hér eru nokkrar slóðir varðandi Build a World:

Listi yfir möguleika í Build a World

Build a World

Build a World Edu

Build a World Youtube Channel

https://www.facebook.com/BuildAWorld.net/

getur tekið inn GIS format (Minecraft getur það einnig)

Build an Educational World: Design Principles for Educational 3D Simulations