Build a Word er hermir og verkfæri til líkanagerðar. sem sérstaklega er ætlað til að nota í skólastarfi til að til að búa til líkön og sem raunverulegastar sviðmyndir af heiminum. Í verkfærinu er m.a. hægt að fást eðlisfræðileg viðfangsefni, þyngdarlögmál, vatn, vöxt í náttúrunni, hringrásir og árstíðir sem og hættur og vandamál tengd umhverfi, náttúruhamförum og mengun.
Build a World er danskt þróunarverkefni sem styrkt er af danska menntamálaráðuneytinu.
Sjá nánar fræðigreinina:
Ejsing-Duun, S., Hautopp, H., & Hanghøj, T. (2016). Build an Educational World: Design Principles for Educational 3D Simulations. In 10th European Conference on Games Based Learning: ECGBL 2016 (pp. 176-182). Academic Conferences International Limited. Academic Bookshop Proceedings Series
Það er m.a. hægt að vinna með hvernig breytingar á sjávarstöðu hafa á umhverfið, þyngdarlögmál, plánetur, úrkomu og raka og veðrakerfi, skógarelda, uppblástur og sandrok, jarðveg og ræktun, eldfjöll og jarðskjálfta, vatnsuppsprettur og ár.
Það er einnig hægt að búa til hermi yfir orkuflutninga og orkukerfi og orkunotkun og mismunandi orkugjafa.
Einnig er hægt að taka inn landfræðileg gögn (GIS) sem sýna hús, vegi, vötn, orkuver o.s. frv. Það má svo flytja út líkan til að prenta út í þrívídd.
Það er hægt að byggja líkan af samgöngukerfum.
Einnig er hægt að búa til líkan af lífi í hafi eða fiskibúri.
Það eru líka ýmsir mögueikar eins og að kaupa og selja, fá yfirlitskort, setja í hönnunarham (designer mode) til að búa til eigin verk og setja inn tengingar í myndbönd og hjóðskrár.
Hér eru nokkrar slóðir varðandi Build a World:
Listi yfir möguleika í Build a World
https://www.facebook.com/BuildAWorld.net/
getur tekið inn GIS format (Minecraft getur það einnig)
Build an Educational World: Design Principles for Educational 3D Simulations