Book Creator

Salvör Gissurardóttir haust 2018. Uppfært 2020

Book Creator er einfalt verkfæri til að búa til rafbækur og gefa þær út á vef. Það má einnig búa til ýmis konar vefsýningar og gagnvirk ævintýri í Book Creator. Þetta verkfæri er svo einfalt að það hentar bæði fyrir kennara og nemendur og það má nota það með mjög ungum nemendur á leikskólaaldri. Kennarinn býr til bókasafn (library) og gefur nemendum aðgang að því með því að gefa upp talnakóða (gefa mjög ungum nemendum upp QR kóða). Það er auðvelt setja inn texta, myndir, hljóðskrár og tengla í youtube myndbönd. Það er einnig auðvelt að búa til myndasögur með talblöðrum.

Book Creator er til sem vefapp fyrir Chrome vafrann og það er það sem við skulum nota. Það er líka hægt að fá útgáfu sem hlaðið er niður á ipad en það er að af ýmsum ástæðum betra að láta nemendur nota veföpp.
Skjámynd af umhverfinu í Book Creator. Slóðin er https://app.bookcreator.com/

Í fyrsta skipti sem þú skráir þið sem nemanda á bókasafn (library) sem kennari hefur sett upp þá færðu þrjá valkosti til innskráningar. Þú skalt velja að skrá þig inn á office365 netfanginu þínu og þú slærð inn kóða sem þú hefur fengið sendan í tölvupósti.

Verkefni þitt er að gera bók í Book Creator, bók sem er með 5-7 blaðsíðum og auk þess forsíðu. Þú gerir bókina um sjálfvalið efni en athugaðu að hafa texta, myndir og tengingar í myndbönd og hljóðskrár og þess háttar. Þú skalt einnig búa til einhvers konar gagnvirkni í bókina þannig að lesandinn geti smellt á eitthvað (mynd af hlut eða sögupersónu) og fari þá á annan stað í bókinni þ.e. reyna að búa til einfalt ævintýri þar sem lesandinn ræður ferðinni.

Á forsíðunni á að vera titill og nafn höfundar og um hvað bókin er og einnig eitthvað áhugavert myndefni sem tengist bókinni. Einnig á að vera bakgrunnur.

Hér eru dæmi um bækur sem búnar eru til í Book Creator

Hér eru svo ennþá fleiri dæmi um bækur eftir viðfangsefnum og aldri nemanda: https://bookcreator.com/resources-for-teachers/example-books/

Hér eru nokkrar bækur sem fjalla sérstaklega um hvernig má nota Book Creator í skólastarfi
https://read.bookcreator.com/library/-LCESe5qTaw-qLZCBqm3

Hér er skjákynning sem sýnir byrjunaratriði um hvernig bók er sett upp í Book Creator og gefin út (10 mín , án tals). Slóð beint á skjákynningun
http://notendur.hi.is/salvor/video/bookcreator1.mp4
Hér er bókin sem er búin til í skjákynningunni hér að ofan
Skipaskurður í Montreal

Gagnvirk ævintýri

Það getur verið skemmtilegt að búa til gagnvirka sögu í Book Creator, sögu þar sem lesandinn hefur val, fær t.d. valkosti að smella á hvert hann vill fara eða hvaða ákvarðanir hann tekur. Þannig er hægt að búa til leikbækur (gamebook) eða gagnvirk ævintýri (interactive atventure, make your own adventure).

Þú getur látið hluti vera með tengingum, bæði tengingum í efni á vefinn en líka tengingum í aðrar blaðsíður (pages). Hér er dæmi um það. Bak við myndina af fjallinu setur tengill þannig að ef smellt er á fjallið þegar bókin er skoðuð er farið á blaðsíðu 12.

Fyrir neðan er sett bak við myndina tenging í blaðsíðu 7 þegar bókin er lesin.

Ef blaðsíður eru færðar til í bókinni breytast þessar tengingar sjálfkrafa.

Lestu um Gagnvirkar sögur og leikbækur til að fá hugmyndir um hvernig þú getur búið til bók sem talar til lesandans, notar ýmis konar miðlun og þar sem lesandinn getur valið hvernig hann fer í gegnum bókina/ævintýrið.

Hér eru tvær upptökur með tveimur sýnishornum með nánari útskýringu á hvernig gera má ólínulega frásögn/ gagnvirkt ævintýri  í Book Creator.

Sagan Ævintýraeyjan byrjar með eins konar landakorti, korti af eyju þar sem lesandinn getur smellt á dýr og farið þannig á heimkynni þeirra.


Hér er slóð á skjáupptökuna 8.40 mín:
https://notendur.hi.is/salvor/bookcreator19/kort.mp4
Hér er slóð á útgefna bók sem er sýnishorn um  landakort af eyju
Ævintýraeyjan

Skjámynd af blaðsíðum (e. Pages) í rafbókasýnishorninu Ævintýraeyjan

Sagan Á köldum klaka er saga af ferð ísbjarna á ísjaka og lesandinn á að velja hvernig ísjaka ísbirnirnir fljóta á.

https://notendur.hi.is/salvor/bookcreator19/klakar.mp4

Hér er slóð á útgefna bókina í Á köldum klaka 

Skjámynd af blaðsíðum (e. Pages) í rafbókasýnishorninu Á köldum klaka.

Hér er lýsing á verkefni þar sem kennari vann með nemendahópi að því að búa til gagnvirkt ævintýri í Bookcreator
How we created an interactive choose your own adventure book
https://bookcreator.com/2017/07/created-interactive-choose-adventure-book/

Að gefa út bækur (e. Publish)

Ef nemandi skráir sig inn með kóða sem kennari gefur upp þá getur nemandinn ekki gefið út bækur á netinu nema kennarinn hafi stillt að það sé leyfilegt. Ef kennarinn hefur gert það þá getur nemandinn gefið út bækur með að smella á „share“ táknið neðst á skjánum þegar hann er í lesham. Ekki er hægt að deila bókum í ritham (edit)

Bækur sem búið er að gefa út á netinu eru með svona litlu heimskúlumerki efst til hægri. Athugaðu vel að þegar þú gefur upp slóð á bókina þína þá er það ekki slóðin sem þú vinnur bókina í heldur slóð fyrir lesanda. Sú slóð á að byrja á „read.bookcreator.com“ og svo löng stafaruna.

Hér fyrir ofan sjást tvær bækur í bókasafni (library). Önnur hefur verið gefin út en hin er í vinnslu.
Hér sjást tvær bækur í bókasafni sem báðar hafa verið gefnar út. Alltaf er hægt að fara í ritham og taka bók úr birtingu.

Til að gefa bókina út þá verður þú að vera í bókasafninu (e. library) með bókina valda og smellir á miðjutáknið (deila) . Þegar þú hefur gefið út bókina þá getur þú afritað slóð á lesaðgang (publish share link):

slóð fyrir lesanda
Skjámynd sem kemur þegar bók hefur verið gefin út í Book Creator. Þú getur afritað slóðina á lesaðgang að bókinni með því að smella á „Copy public share link to clipboard“ eða með að velja Read online og afrita slóðina sem þar kemur.
Hér er skjáupptaka (1 og hálf mínúta) sem sýnir hvernig á að gefa út bók í Book Creator og afrita slóð á útgefna bók:
https://notendur.hi.is/salvor/bookcreator19/slod.mp4

Salvör Gissurardóttir haust 2018. Uppfært 2020