Audacity

Salvör Gissurardóttir tók saman 2019

Audacity er forrit til að taka upp hljóð og blanda hljóð. Það er frjáls hugbúnaður (opinn og ókeypis hugbúnaður). Það er núna (október 2019) í útgáfu 2.3.2

Þú getur hlaðið niður Audacity á vefsíðu forritsins: https://www.audacityteam.org/

Valmyndir og umhverfi í Audacity

Allra efst er textavalmynd til að sækja og vista hljóðskrár og fleira. Þar fyrir neðan eru hnappar. Lengst til vinstri eru hnappar til að spila og taka upp hljóð, í miðju eru hnappar til að breyta, færa og klippa til hljóð. hægra megin sérðu hljóðstyrkur sést (grænt ef allt í lagi en rautt en fer yfir í rautt ef of hátt) þegar upptaka eða spilun er í gangi.

Skjámynd af valmynd í Audacity

Audacity með tveimur hljóðrásum.

Skjámynd af Audacity þegar tvær hljóðrásir eru í vinnslu.

Byrjunarleiðbeiningar í Audacity

Hér er stutt textaskjal (5 bls) á ensku með ýmsum ábendingum um vinnu í Audacity

Skjáupptaka Audacity byrjunarleiðbeiningar 4:21 mín.

Skjáupptökur – Kennsla í Audacity

Skjáupptaka Audacity leiðbeiningar 2 hluti. 10:20 mín.
Skjáupptaka Audacity leiðbeiningar 2:43 mín – Tekið upp úr útvarpi á PC tölvu.