Vefþula

Salvör Gissurardóttir 2020
Vefþula er talgervill (e. speech recognizer) sem les upp texta af vefsíðu. Vefþulur er tækni sem hefur verið til í mörg ár en verið bæði mjög dýr og einnig hefur vefþula sem getur lesið á íslensku ekki verið aðgengileg fyrir almenning.

Skjáupptaka 3.45 mín sem sýnir 1) hvernig vefþula á ruv.is virkar, 2) hvernig skjáupplestur virkar á Macintosh þegar hægrismellt er og valið „start speaking“, 3) hvernig vefþula innbyggð í Microsoft Edge vafrann virkar þegar slegið hægtsmellt er. Slóð beint á upptökuna er:
https://notendur.hi.is/~salvor/podcast/vefthula.mp4

Vefþula á íslensku er aðgengileg á mörgum íslenskum opinberum vefsvæðum svo sem vef Ríkisútvarpsins. Það er liður í að tryggja aðgengi allra að gera efni á opinberum vefjum aðgengilegt á þennan hátt.

Oft fylgja með tölvum verkfæri til að lesa allt upp sem stendur á skjánum. Eins og er þá er slíkt oft ekki í boði nema á ensku.

Ný verkfæri eins og Immersive Reader frá Microsoft eru innbyggð í Edge vafrann og í því verkfæri er auðvelt að ljóma svæði sem maður vill láta lesa upp og kalla fram vefþulu með því að hægrismella á skjáinn og smella á „Read aloud Selection“.