Salvör Gissurardóttir. 2019 – 2020
Heimsátak sem á íslensku nefnist Klukkustund kóðunar en á ensku Hour of Code hefur sett upp vefinn code.org en þar er mikið og vandað nemendamiðað námsefni tengt tölvunarhugsun og forritun. Viðfangsefni nemenda eru í því námsefni gjarnan sett upp sem leikir eða þrautalausnir og fylgja ákveðnu þema.
Hér er skjáupptaka frá mér sem kynnir code.org/learn og Minecraftverkefni þar.
Klukkustund kóðunar https://code.org/learn
Minecraft verkefni í Klukkustund kóðunar https://code.org/minecraft
Ég mæli sérstaklega með þessum verkefnum til að skoða í code.org:
Minecraft neðansjávarferð https://studio.code.org/s/aquatic/stage/1/puzzle/1
Ferðalag Minecraft hetju https://studio.code.org/s/hero/stage/1/puzzle/1
Kóðað með Önnu og Elsu https://studio.code.org/s/frozen/stage/1/puzzle/1
Dance party https://studio.code.org/s/dance-2019/stage/1/puzzle/1
Á hverju ári er í eina viku í desember í gangi átak sem heitir á íslensku Klukkustund kóðunar en á ensku Hour of Code. Markmið þessa átaks er að fá sem flesta til að skoða og kynna sér og vinna með forritun og tileinka sér forritunarhugsun (e. computional thinking) og gera það á sem margvíslegustu tækjum og á hátt sem hentar fólki, ekki síst fólki sem hefur fyrirfram hugmyndir um að forritun sé of tæknileg og flókið og tengist ekki listum og daglegu lífi. Markmiðið er að fá sem flesta til að verja klukkustund þessa viku til að kynna sér eitthvað sem það þekkir ekki áður varðandi forritun og gera það með skemmtilegu og aðlaðandi efni.
Í þessu forritunarátaki hafa orðið til mörg skemmtileg viðfangsefni sem mörg eru á leikjaformi, oft þrautalausnir. Þó aðalvirkni verkefnisins sé í desember þá eru verkefnin aðgengileg allt árið. Sum hafa verið þýdd á íslensku en sum eru svo myndræn að það má vel nota með íslenskum börnum og ungmennum þó umhverfið sé ekki íslenskað.
Veldu eitthvað viðfangsefni á https://code.org/learn
Neðansjávarferð eða Ferðalag Minecraft hetju
Það eru mjög mörg skemmtileg verkefni en ég mæli sérstaklega með Minecraft lexíum sem eru á íslensku. Minecraft Education Edition hefur undanfarin þrjú ár (2017, 2018, 2019) haft í boði séstaka lexíu sem tengist forritun í Minecraft.
Lexíur frá 2017 og 2018 hafa verið íslenskaðar og kynningarmyndbönd með þeim eru með íslenskum skjátexta. Það eru lexíurnar Minecraft neðansjávarferð og Ferðalag Minecraft hetju
Nánar um Minecraft Education verkefni í Klukkustund kóðunar eru hérna: https://code.org/minecraft
Það eru mörg fleiri viðfangsefni í Klukkustund kóðunar.
Eitt af þeim viðfangsefnum sem þar eru í boði er Box Island sem er íslenskur leikur sem ætlað er að kenna forritun. Hér er skjámynd úr Box Island.
Slóðin er https://boxisland.io/
Sum verkefni í code.org/learn er búið að íslenska.
Eitt þeirra er heitir Kóðaðu með Önnu og Elsu
Slóðin er https://studio.code.org/s/frozen
Starwarsverkefnin eru vinsæl og einnig Danspartý.
Star Wars Gerð vetrarbrautar með kóða
Þú getur skoðað lista yfir námskeið hérna