Röki

Röki er benda-og-smella ævintýraleikur (e. point and click adventure game) þar sem söguhetjan er stelpan Tove sem leitar uppi bróður sinn en hann hefur verið numinn á brott af ófreskjum. Leikurinn byggir á skandínavískum ævintýrum og þjóðsögum. Tove þarf að leysa ýmsar þrautir, svo sem að opna lása, grafa sig gegnum snjó og leita í skúffum og safna hlutum.