( í vinnslu – kynning gerð fyrir fjarmenntabúðir 10. des. 2020)
Salvör Gissurardóttir tók saman haustið 2020
Zoom upptaka 10. des (44 mínútur)
Hvers vegna ættum við að texta myndbönd?
Þegar við horfum á erlent efni í íslensku sjónvarpi er það oftast textað, það sem leikendur eða þulir segja er skrifað á íslensku neðst á skjánum. Í mörgum streymisveitum getum við horft á myndbönd og valið hvort við höfum höfum skjátexta undir með og getum þá stundum líka valið milli nokkurra tungumála sem hundruðir milljóna tala. Nú á síðustu árum þá hefur orðið mikil þróun í sjálfvirkum þýðingum og sumir ritlar/ritvinnslukerfi geta vel sjálfkrafa umbreytt töluðu máli í letur. Inn í streymisveituna Youtube er núna innbyggðir möguleikar til að láta sjálfkrafa texta myndbönd á nokkur tungumál.
Smávegis um tæknina
Það þarf að tengja myndband við textaskrá sem er á formi sem vélar geta lesið. Í þeirri textaskrá þarf að búta textann niður og setja nákvæma tímasetningu á hvern textabút um hvenær hann á fyrst að birtast og hvenær hann á að hætta að birtast. Þessar textaskrár eru með ýmis konar endingum t.d. .SRT eða .SUB eða .SBV en þessar endingar sýna á hvaða formi tímastimplar eru á. Algengast er að nota formið SubRib og þá er endingin .srt
Streymisveitan Youtube getur búið til þannig textaskrár eða maður getur þar hlaðið inn slíkum textaskrá til að tengja við myndbönd.
Að setja texta handvirkt inn á Youtube
Það er einfalt og ódýrt (kostar ekkert) að texta myndbönd á Youtube en það er tekur tíma því eins og þá er ekki mögulegr að láta búa til sjálfvirka skjátexta fyrir efni á íslensku, það verður handvirkt að búta textann niður og setja tímasetningar. Það er hægt að gera það í innsláttarglugga í Studio í Youtube eða hlaða inn skrám þar eru tímasetningar og textabútar. Hér er sýnishorn um 1 mín. myndband sem ég textaði í Youtube Studio með að slá beint inn í Youtube. Ég setti textann í 12 textabúta.
Hér er slóðin til að spila myndbandið Viðtal við Ebba um Facebook
https://www.youtube.com/watch?v=4FcUD5Mfoq0
Hér fyrir neðan er skjámynd sem sýnir hvernig umhverfið lítur út í Youtube Studio á meðan ég set inn þýðingar.
Af því að ég textaði þetta myndband á íslensku þá getur sá sem horfir á þetta á Youtube smellt á CC til að sýna „subtitles“ og stillt á að textarnir birtist með sjálfvirkri þýðingu á því tungumáli sem hann kýs t.d. pólsku.
Það er mikilvægt ef við ætlum að nota ýmis konar sjálfvirkni að textun á myndböndum sé í sérstökum skrám en ekki brennd inn í myndbandið (það kallast hardcode)
Tímastimplar í SBV kerfinu sem Youtube notar eru á þessu formi H:MM:SS.000
Hér eru hvernig fyrstu þrjár setningarnar í sýnishorninu mínu líta út í SBV skránni sem Youtube bjó til:
—————————————————————-
0:00:00.000,0:00:02.000
Ég held að 85% Íslendinga noti facebook daglega
0:00:02.000,0:00:07.380
og ímyndið ykkur hvað það er rosalega mikill trúnaður við einn miðil
0:00:07.380,0:00:11.034
og hversu mikil völd einn miðill hefur á lítið samfélag eins og okkar
Texti settur handvirkt inn í Youtube
Flest nútíma kennslukerfi eru með möguleika til að hlaða inn .SRT skrá (textaskrá með tímastimplum) til að texta myndbönd (video transcript) bæði þegar þau eru spiluð en líka fyrir nemanda að hlaða niður. Í sumum stórum netnámskeiðum (MOOC námskeiðum) er það skylda að kennari láti fylgja með myndbandi textaskrá sem „transcript“ sem nemandi getur tengt við myndbandið eða hlaðið niður. Ég held að Canvas bjóði upp á slíkt (getur amk sett enska texta sjálfkrafa á enskt myndband).
Það eru margs konar form á þessum myndbandstextaskrám en það er fljótlegt að breyta úr einu formi í annað , hægt t.d. að breyta úr .sbv sem youtube notar í .srt sem mörg námskerfi nota, hér er eitt umbreytitól (converter)
https://gidsgoldberg.com/sbv_docs_converter.shtml
Ókeypis opinn hugbúnaður til að texta myndbönd er t.d. Subtitle Edit
https://www.nikse.dk/subtitleedit
Ég hef líka prófað kostað tól eins og https://www.veed.io/ þar var hægt að láta sjálfkrafa texta á íslensku en það kom ansi vitlaust út, tæknin er bara ekki nógu góð ennþá varðandi íslensku og svona sjálfvirk textunartól kosta ennþá mikið.
Vonandi er þetta ekki of tæknilegt og gagnast fólki til að skilja hvernig textun á myndböndum gengur fyrir sig. Athugið að það má alltaf bæta við texta seinna á youtube myndband og halda áfram að texta myndbandið, þetta þarf ekki að koma um leið og myndbandi er hlaðið þar inn.